Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Keeping the Faith 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 4. ágúst 2000

If you have to believe in something, you might as well believe in love.

128 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 69% Critics
The Movies database einkunn 60
/100

Jake og Brian eru vinir en af sitthvorri trúnni. Jake er Gyðingur en Brian er kaþólskur. Þeir vaxa úr grasi og verða rabbíi og prestur. Anna, sem var vinkona þeirra í æsku, kemur aftur í bæinn og er nú orðin stórglæsileg ung kona. Jake er líklegur til að fá útnefningu sem æðsti yfirmaður Synagógunnar, en hann er ógiftur, sem hjálpar ekki útnefningu hans.... Lesa meira

Jake og Brian eru vinir en af sitthvorri trúnni. Jake er Gyðingur en Brian er kaþólskur. Þeir vaxa úr grasi og verða rabbíi og prestur. Anna, sem var vinkona þeirra í æsku, kemur aftur í bæinn og er nú orðin stórglæsileg ung kona. Jake er líklegur til að fá útnefningu sem æðsti yfirmaður Synagógunnar, en hann er ógiftur, sem hjálpar ekki útnefningu hans. Jake laðast að Anna, en af því að hún er ekki Gyðingur, þá getur hann ekki kvænst henni þar sem það myndi standa í vegi fyrir útnefningu hans. Brian laðast einnig að Anna, en verandi prestur þá má hann ekki kvænast. Það reynir á vinskap þeirra þegar þeir komast að því að þeir eru báðir hrifnir af Anna. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Mér fannst þetta vera ágætismynd. Miklu betri en sú sem ég sá á undan þessari. Eins og við var að búast er Ed Norton mjög góður, en hann sást minna í myndinni heldur en ég hafði búist við. Hins vegar var dálítið skemmtilegt að sjá hann leika prest í þessari mynd þar sem í Primal Fear hafði hann verið sakaður um að myrða prest! Jenna Elfman og Ben Stiller voru einnig mjög góð í sínum hlutverkum. Ed Norton og Ben Stiller leika hér nútíma presta (reyndar kaþólskan prest og rabbi), þeir hafa sínar hugmyndir um hvernig á að fá fólk til þess að sækja kirkju og eru sumar þeirra allskemmtilegar. En þetta er fyrst og fremst ástarsaga en samt langt frá því að vera of væmin (eins og t.d. Perfect Storm sem kom með svo súperextra stóran skammt af væmni að maður var kominn með klígju), en auðvitað fylgja þessu ýmstar flækjur sem leikurnum tekst ágætlega að leysa úr. Mér fannst söguþráðurinn vera skemmtilegur og myndin er fínasta afþreying. Þetta er engin American Beauty en myndin stóð alveg undir væntingum og maður kom út úr bíóinu með bros á vör.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þótt rómantískar gamanmyndir séu ekki mín uppáhalds tegund af kvikmyndum geta þær verið mjög gefandi ef rétt er staðið að verkum, eins og er tilfellið hér. Það er enginn annar en sjálfur Edward Norton sem situr í leikstjórastólnum (ásamt því að fara með annað aðalhlutverkið) og því vart við slæmu að búast. Söguþráðurinn snýst í stuttu máli um það að tveir vinir á þrítugsaldri, annar kaþólskur prestur og hinn gyðingaprestur (rabbi), fá einn daginn símtal frá stúlku sem var besta vinkona þeirra beggja þegar þau voru voru krakkar. Hún á leið um New York, heimaborg þeirra, og vill endurnýja kynnin. Í fyrstu gengur þetta vel upp og þríeykið skemmtir sér vel saman, en síðan koma nokkrar fyrirsjáanlegar (og ófyrirsjáanlegar) flækjur í spilið. Hinn stórskemmtilegi Ben Stiller fer með hlutverk hins vinarins og Jenna Elfman leikur vinkonuna, en hún hefur unnið sér stað í mínum huga sem hæfileikarík og fyndin leikkona með sjónvarpsþáttunum Dharma & Greg og myndinni EdTV. Það er ekki hægt að segja að þessi mynd sé neitt meistaraverk en ég verð að flokka það sem afrek að svona mynd geti haldið áhuga mínum í rúmar tvær klukkustundir. Fyndin, skemmtileg og á köflum dramatísk mynd sem er vel þess virði að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn