Kvikmyndaframleiðandinn Saul Zaentz, sem vann Óskarsverðlaun fyrir bestu mynd þrisvar sinnum, fyrir One Flew Over the Cuckoo’s Nest, Amadeus og The English Patient lést í gær, föstudag, í San Fransisco. Hann var 92 ára og hafði glímt við Alzheimer sjúkdóminn.
Zaents eyddi meirihluta starfsævi sinnar á sviði hljómplötuframleiðslu, en hóf ekki afskipti af kvikmyndum fyrr en hann var kominn yfir fimmtugt. Hann framleiddi örfáar myndir, og flestar af þeim með eigin fjármagni.
Zaents sýndi mikla framsýni þegar hann keypti kvikmyndaréttinn á bókum J.R.R. Tolkien, The Lord of the Rings og The Hobbit, sem skilaði honum á endanum miklu í aðra hönd.
Aðrar myndir hans eru Payday, The Unbearable Lightness of Being, The Mosquito Coast, At Play in the Fields of the Lord og teiknimyndin Lord of the Rings frá árinu 1978 eftir Ralph Bakshi.
Zaents lætur eftir sig fjögur börn, Dorian, Joshua, Athena og Jonnie, sjö barnabörn og frænda sinn, framleiðandann, Paul Zaentz.
Hér má lesa ítarlegri frétt um andlát Zaets.