Fyrsta stiklan í fullri lengd er komin út fyrir nýjustu X-Men myndina, X-Men: Apocalypse, en leikstjóri er Bryan Singer.
Söguþráðurinn er eftirfarandi: Allt frá upphafi menningarinnar þá var hann tilbeðinn sem guð. Apocalypse, sá fyrsti og kraftmesti stökkbreytti, dró í sig mátt margra annarra stökkbreyttra, og varð ódauðlegur og ósigrandi. Nú vaknar hann upp eftir þúsund ára dvala, og verður fyrir miklum vonbrigðum með heiminn eins og hann er, og safnar saman kraftmiklum stökkbreyttum, þar á meðal Magneto, til að hreinsa mannkynið og skapa nýja heimsmynd, sem hann mun stjórna. Örlög Jarðarinnar eru nú í hættu, og Raven þarf, með hjálp Prófessor X, að leiða hóp ungra X-manna, til að stöðva þennan volduga óvin og bjarga mannkyni frá gereyðingu.
Meðal helstu leikara eru Jennifer Lawrence og James McAvoy, en þess má geta að íslenski leikarinn Tómas Lemarquis fer með hlutverk Caliban í myndinni, en hann má sjá á mínútu 0.32 í vídeóinu.
Myndin kemur í bíó 27. maí nk.
Stiklan lítur feiknavel út, kíktu á hana hér fyrir neðan: