Með auknum vinsældum vandaðra sjónvarpsþátta síðustu misseri hafa framleiðendur sjónvarpsefnis orðið sífellt meira áberandi á afþreyingarhátíðinni Comic-Con í San Diego í Bandaríkjunum sem nú er nýlokið.
Sjónvarpsstöðin HBO var þar á meðal, en ein af þáttaröðunum sem HBO kynnti var önnur þáttaröð hinna velheppnuðu Westworld, sem fjallar um skemmtigarð fullan af mjög raunverulegum vélmennum, sem fólk gat leikið sér við á ýmsan máta.
Tökur á þáttaröð 2 eru aðeins nýhafnar, en það hefur ekki komið að sök við gerð stiklunnar sem sýnd var.
Í stiklunni þá sjáum við vélmennið Dolores, í túlkun Evan Rachel Wood, að skjóta fólk, ríðandi á hestbaki, Jeffrey Wright að horfa á dautt dýr á árbakka, og Ed Harris blóðugan og ísmeygilegan m.a.
Ekki hefur verið gefin út nákvæm frumsýningardagsetning fyrir þættina en menn mega gera ráð fyrir því að fá að berja þá augum á næsta ári.
Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: