Vísindatryllirinn Starship Troopers endurgerður

Kvikmyndaframleiðandinn Columbia Pictures hefur ákveðið að endurgera vísindatryllinn Starship Troopers frá árinu 1997, eftir Paul Verhoven.

starship-troopers

Handritshöfundar nýju Strandavarðamyndarinnar ( Baywatch ), þeir Mark Swift og Damian Shannon munu skrifa handritið. Markmiðið er að búa til seríu af myndum, en þá þarf fysta myndin auðvitað að heppnast vel og fá góða aðsókn.

Áður hafa verið endurgerðar Verhoven myndirnar Total Recall og Robocop.

Nokkrar misgóðar framhaldsmyndir voru gerðar af Starship Troopers á sínum tíma sem enduðu beint á vídeó. Eins og Hollywood Reporter segir þá er upprunalega myndin eftirminnileg fyrir þær sakir meðal annars að hún var einskonar pólitísk háðsádeila, sem sótti sér efnivið í mynd Leni Riefenstahl, Triumph of the Will, og deildi á hernaðarhyggju og fasisma.

Í nýju myndinni verður unnið beint upp úr efniviði fyrstu myndarinnar, samnefndri skáldsögu frá árinu 1959 eftir Robert A. Heinlein. Þar er sagt frá ungum hermanni að nafni Juan „Johnnie“ Rico, og veru hans í fótgönguliði ( The Mobile Infantry ), sem er framtíðarleg hernaðarþjónusta sem háir stríð við geimverur sem kallast Skordýrin eða „Bugs“.

Kíktu á stiklu úr upprunalegu myndinni hér fyrir neðan: