Vinsælust í fjórar vikur samfleytt

mccarthyÞað er ótrúleg seigla í „persónuþjófnum“ Melissu McCarthy í myndinni Identity Thief, en hún hefur hertekið fyrsta sæti íslenska DVD/Blu-ray vídeólistans núna í fjórar vikur samfleytt, og sýnir ekki á sér neitt fararsnið. Það er þó kominn nýr og herskár keppinautur í annað sæti listans, en það eru hermennirnir í G.I. Joe: Retaliation.

Í þriðja sæti, og í sinni fimmtu viku á lista, er myndin Side Effects og fer niður um eitt sæti á milli vikna. Í fjórða sæti er svo gamanmyndin This is 40. Hún stekkur upp um ein átta sæti, en myndin er búin að vera í sjö vikur á listanum. Í fimmta sæti eru svo Mark Wahlberg og félagar í Broken City. 

 

Smelltu hér til að skoða hvað er væntanlegt og nýkomið út á DVD/Blu-ray. 

Smelltu hér til að skoða DVD blað Mynda mánaðarins. 

Hér fyrir neðan er svo listi 20 vinsælustu bíómynda á vídeóleigum landsins:

listinnn