Sjónvarpsþættirnir um spæjarann unga Veronica Mars eru mörgum í fersku minni síðan þeir voru sýndir hér á landi. Fyrir ekki svo löngu síðar var ákveðið að láta reyna á það hvort að grundvöllur væri fyrir gerð bíómyndar eftir þáttunum, og hrint var af stað fjársöfnun á Kickstarter vefnum. Söfnunin gekk svo vel að myndin er komin á fulla ferð og á Comic-Con hátíðinni á dögunum var frumsýnt myndband með sýnishornum úr myndinni og viðtölum við leikara og aðra sem standa að myndinni.
Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan:
Myndin hefst tíu árum eftir að sjónvarpsþættirnir hættu. Veronica ætlar að taka sér frí frá nýja starfi sínu sem lögfræðingur, til að fara á endurfundi í gamla skólanum sínum. En það er ekki að sökum að spyrja, um leið og Mars mætir á svæðið, þá bíður hennar mál sem þarfnast athygli hennar.
Leikstjóri er Rob Thomas og það er að sjálfsögðu Kristen Bell sem leikur Veronica Mars eins og í þáttunum.
Von er á myndinni í bíó á næsta ári, 2014.