Flestir sem hafa séð myndina Up muna eftir húsinu hans Carl. Þegar Carl var búinn að fá nóg af lífinu og öllu í kringum sig ákvað hann að festa helíumblöðrur við húsið sitt og svífa á loft. Þetta er eitthvað sem maður hélt að væri bara hægt í teiknimyndum, þangað til núna.
National Geographic léku þetta eftir fyrir nokkru síðan. Starfsmenn fyrirtækisins fengu til sín tvo loftbelgjaflugmenn og nokkra verkfræðinga til þess að byggja hús í fullri stærð með 300 veðurathugunarbelgi fasta við þakið. Mannvirkið var á stærð við 10 hæða íbúðahús og flaug í um það bil klukkustund.
Atriðið var tekið upp fyrir þáttinn How Hard Can It Be sem hóf göngu sína núna í haust.