Universal Pictures kvikmyndaverið hefur keypt réttinn að endurgerð myndarinnar On the Job, í félagi við Baltasar Kormák sem mun bæði leikstýra og skrifa handrit myndarinnar. Scott Stuber mun framleiða.
Baltasar mun einnig framleiða myndina í gegnum fyrirtæki sitt RVK Studios, ásamt fleirum.
Innblástur fyrir verkefnið kemur frá filippeysku bíómyndinni On the Job eftir Erik Matti. Baltasar er nú þegar byrjaður að þróa verkefnið samkvæmt Variety kvikmyndavefnum, en Baltasar var þegar byrjaður að þróa verkefnið áður en tökur On the Job hófust, en mynd hans verður byggð á sömu atburðum og On the Job fjallar um.
Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og fjallar um það þegar föngum var sleppt úr fangelsi til að vinna sem leigumorðingjar fyrir stjórnmálamenn og háttsetta yfirmenn í hernum.
On the Job var frumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni nú í vor.
Við sögðum frá verkefninu fyrr í sumar, en á þeim tíma var ekki komið neitt kvikmyndaver inn í myndina.
Universal og Baltasar hafa unnið saman með góðum árangri að Contraband og 2 Guns.
Baltasar er þessa dagana á fullu að þróa nokkur verkefni, þar á meðal Everest með Working Title framleiðslufyrirtækinu, en aðalhlutverk þar leika stórleikararnir Josh Brolin og Jake Gyllenhaal.
Stuber er einn af helstu framleiðendum Universal og hefur unnið að stórsmellum eins og Ted og Identity Thief.
Sjáðu stikluna fyrir upprunalega útgáfuna af On the Job hér fyrir neðan: