Ungi Jesú fær grænt ljós í Cannes

ChristJesúmyndin Christ the Lord fékk grænt ljós á fjármögnun á Cannes kvikmyndahátíðinni sem nú stendur yfir í Frakklandi, en myndin er kvikmyndagerð á metsölubók Anne Rice: Christ the Lord: Out of Egypt. Það eru framleiðslufyrirtækin Ocean Blue Entertainment, CJ Entertainment, Echo Lake og Ingenious Media sem standa að myndinni.

Tökur á myndinni hefjast 15. september nk. á Ítalíu, samkvæmt frétt Deadline kvikmyndavefjarins.

Cyrus Nowresteh, sem leikstýrði The Stoning of Soraya M., mun leikstýra myndinni, en hann skrifaði jafnframt handrit myndarinnar ásamt eiginkonu sinni Betsy.

Bókin er skáldsaga og segir frá Jesú Kristi þegar hann var ungur maður að uppgötva sjálfan sig og sannleikann varðandi fæðingu sína. Enzo Sisti ( sem gerði Passion of the Christ ) er aðal framleiðandi.

Tökur fara fram í Cinecittà kvikmyndaverinu í Róm og í Matera á Ítalíu.

Trúarlegar myndir eru áberandi um þessar mundir ( Noah ofl. ) , og því er ekki ólíklegt að þessi mynd um mótunarár Jesú eigi eftir að falla vel í kramið

Stikk: