Ung stúlka lendir í einelti í skólanum, móðir hennar er heittrúuð og refsar henni fyrir ótrúlegustu hluti. Carrie fær svo loks nóg og þá er fjandinn laus.
Carrie (2013) er endurgerð af Carrie (1976) sem Brian De Palma leikstýrði og er byggð á sögu Stephen King og kom Sissy Spacek í sviðsljósið. Fyrri myndin þótti ansi óhugnaleg á sínum tíma. Þessi endurgerð er ekki góð að mínu mati – hún er bara ekkert skelfileg. Lítið af bregðuatriðum (ef einhverjum) og fjöri.
Móðirin er leikin af Julianne Moore og geri það alveg ágætlega. Carrie er leikin af Chloë Grace Moretz (Kick-Ass) og er sæmilegur, en frekar ýktur þegar líða fer á myndina. Kimberly Peirce (Boys Don’t Cry (1999)) leikstýrir myndinni.
Í tveimur setningum: Óspennandi og langdregin.
Ég myndi frekar vilja sjá fyrri myndina aftur.
Ég gef Carrie (2013) 6 af 10.