Tyson í Spike Lee mynd

Heimildarmynd sem byggð er á sviðsverki um fyrrum heimsmestara í hnefaleikum verður frumsýnd í nóvember nk.

mike

Það eru þeir kvikmyndaleikstjórinn Spike Lee og fyrrum heimsmeistarinn í þungavigt í hnefaleikum, Mike Tyson, sem rugluðu saman reitum og gerðu þessa mynd fyrir HBO sjónvarpsstöðina; Mike Tyson: The Undisputed Truth, eða Mike Tyson: Hinn óumdeildi sannleikur, í lauslegri íslenskri þýðingu.

Fyrsta stiklan hefur nú verið frumsýnd og hægt er að sjá hana hér fyrir neðan:

Myndin byggist að stærstum hluta á fyrrnefndu sviðsverki Tyson með sama titli, en þar fer Tyson í gegnum róstursamt líf sitt og feril í hringnum.

Myndin verður sýnd í sjónvarpi þann 16. nóvember.