Topp 50 gestahlutverk leikstjóra í myndum annarra

Gestaleikur ( cameo ) leikstjóra í eigin bíómyndum, er eitthvað sem flestir kvikmyndaáhugamenn hafa gaman af. Alfred Hitchcock var frægur fyrir sín gestahlutverk í eigin myndum, en margir kannast við að hafa séð Martin Scorsese, John Waters, Sydney Pollack og fleiri góða koma fram í slíkum hlutverkum. Leikstjórar koma hinsvegar ekki einungis fram í eigin myndum, heldur líka í myndum annarra, og margir kvikmyndaáhugamenn hafa sérstaklega gaman af að reyna að koma auga á slíkt.

Vefsíðan Flavorwire tók saman lista yfir 50 gestahlutverk leikstjóra í myndum annarra leikstjóra, og hér fyrir neðan eru fyrstu 10 hlutverkin á lista Flavorwire:

1. Tim Burton í Singles eftir Cameron Crowe:

Þarna má sjá leikstjórann Tim Burton, sem leikstýrði m.a. Batman og Alice in Wonderland, í myndinni Singles. Hann er þarna kynntur til sögunnar sem besti vídeógerðarmaðurinn í vídeó stefnumótaþjónustu, „Nýr Martin Scorsese“.

2. Cameron Crowe í Minority Report eftir Steven Spielberg:

Cameron Crowe birtist óvænt örsnöggt í framtíðartrylli Steven Spielbergs, Minority Report, áratug síðar, þegar hann lék farþega í neðanjarðarlest. Það má segja að Crowe hafi þarna verið að borga til baka greiða ef svo má að orði komast, en Spielberg kom fyrir í mynd Crowe Vanilla Sky, þar sem hann heilsaði persónu Tom Cruise á þennan hátt: “Happy birthday, you sonofabitch.”  Spielberg hefur annars birst í fjölda kvikmynda annarra en sjálfs síns.

3. Steven Spielberg í Gremlins eftir Joe Dante: 

Til dæmis þá sést Spielberg bregða fyrir í nokkur sekúndubrot í Gremlins frá 1984, eftir félaga sinn Joe Dante, þegar hann rennir sér fyrir framan myndavélina í stól. Spielberg var framleiðandi myndarinnar.

4. Steven Spielberg í Austin Powers in Goldmember eftir Jay Roach:

Steven Spielberg kom einnig óvænt fram í þriðju Austion Powers myndinni, Austin Powers in Goldmember,  þar sem hann lék sjálfan sig, leikstjóra myndar innan myndarinnar, þar sem meðleikari hans Tom Cruise, lék Austin Powers.

 5. Frank Oz  í The Blues Brothers eftir Jon Landis:

Í The Blues Brothers kemur Spielberg fram, en einnig kemur Frank nokkur Oz, sem leikstýrði Litlu hryllingsbúðinni ( og var brúðugerðarmaður í Prúðuleikurunum og Star Wars ). Frank Oz leikur þarna laganna vörð sem sendir Jake í burtu í byrjun myndarinnar.

6. George Lucas í Beverly Hills Cop III eftir John Landis:

Í Beverly Hills Cop 3 úir og grúir af leikstjórum annarra mynda. Þar má sjá Joe Dante, Gremlins leikstjóra, sem fangavörð, Martha Coolidge, sem gerði Valley Girls, sem öryggisvörð, Ray Harryhausen og Arthur Hiller ( The In-Laws ), sem barflugur, Barbet Schroeder, sem gerði Reversal of Fortune, sem „maður í Porche“ og John Singleton, sem gerði Boyz n the Hood, sem slökkviliðsmaður. En rúsínan í pylsuendanum er George Lucas, Star Wars höfundur, í hlutverki vonsvikna mannsins, sem Alex Foley svínar á til að bjarga deginum.

7. Amy Heckerling í into the Night eftir John Landis:

amy heckerling

Í þessari mynd er einnig aragrúi leikstjóra;  David Cronenberg , Jonathan Demme, Paul Mazursky, Roger Vadim og Lawrence Kasdan en einnig er þarna Clueless leikstjórinn Amy Heckerling, í hlutverki þjónustustúlku, en hún er afar sjaldséð á hvíta tjaldinu.

8. Dario Argento í Innocent Blood eftir John Landis:

argento-innocent

Landis er greinilega mjög duglegur að hóa í leikstjóra-vini sína, en í þessari mynd koma fram Frank Oz, sem næturvörður, Michael Ritchie (Fletch, The Bad News Bears) og Sam Raimi. En einnig kemur þarna fram ítalska hrollvekjugoðsögnin Dario Argento (Suspiria) sem sjúkraflutningsmaður.

9. Joel Coen í Spies Like Us eftir John Landis: 

Það eru líklega hvergi fleiri leikstjórar í einni Landis mynd en í þessari Chevy Chase/Dan Aykroyd gamanmynd: Frank Oz, Terry Gilliam ( Brazil og Monty Python), Martin Brest (Beverly Hills Cop), Costa-Gavras (Z), Michael Apted (Up myndirnar), og , í hlutverkum öryggisvarða, Sam Raimi og Joel Coen.

10. Sam Raimi í Miller’s Crossing eftir Coen bræður.

sam raimi

Sam Raimi ( Oz the Great and Powerful, Drag me to Hell ), hefur komið oftar en einu sinni fyrir í myndum Coen bræðra, en þeir hafa verið félagar árum saman ( bræðurnir hjálpuðu honum í Evil Dead meðal annars), en þeir skrifuðu myndina Crimewave með honum og réðu hann sem aðstoðarleikstjóra í The Hudsucker Proxy. Hann kom einmitt fram í gestahlutverki þar ( sást sem skuggamynd ) sem maður að pæla í Húlahringjum. En besta hlutverk hans í Coen mynd er í hinni sígildu Miller´s Crossing frá árinu 1990 þar sem hann var byssumaður.

Sjáðu alla 50 hérna.