Íslenska Golden Globe verðlaunaða og Óskarstilnefnda kvikmyndatónskáldið Jóhann Jóhannsson sér um tónlistina í nýjasta spennutrylli The Black Swan leikstjórans og Íslandsvinarins Darren Aronofsky, Mother!, en fyrsta stiklan úr myndinni hefur nú litið dagsins ljós. Það er ekki laust við að manni renni kalt vatn milli skinns og hörunds við að horfa á sýnishornið!
Myndin verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum sem hefst í lok þessa mánaðar.
Kvikmyndin segir frá því þegar það reynir á samband pars þegar óvæntan gest ber að garði.
Eins og í öðrum myndum sem Jóhann hefur samið tónlistina fyrir er viðbúið að tónlistin spili áhrifamikla rullu, en með helstu hlutverk í myndinni fara Jennifer Lawrence, Michelle Pfeiffer, Javier Bardem, Domhnall Gleeson og Ed Harris.
Mother! Kemur í bíó hér á landi 15. september næstkomandi.
Kíktu á nýtt plakat og stikluna hér fyrir neðan: