Tónlist Hildar fylgir Poirot á tilfinningalegu ferðalagi

Nýja Agöthu Christie myndin A Haunting in Venice, sem leikstýrt er af enska leikaranum og leikstjóranum Kenneth Branagh, skartar tónlist íslenska Óskarsverðlaunahafans Hildar Guðnadóttur. Hún er hvað þekktust fyrir tónlist sína í Joker, sem hún fékk Óskarsverðlaunin fyrir, og sjónvarpsþáttunum Chernobyl.

A Haunting in Venice er komin í bíó hér á Íslandi.

Kvikmyndasíðan JoBlo ræddi við Hildi um tónlistina í A Haunting in Venice á dögunum.

Í samtalinu spyr blaðamaðurinn Hildi út í hversu mikið tónlist eftirstríðsáranna hafði áhrif á hana við gerð tónlistarinnar og hversu mikið hún láti tónlist þess tíma sem bíómyndirnar eiga að gerast á, hafa áhrif á sig.

A Haunting in Venice (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.5
Rotten tomatoes einkunn 75%

Hinn rómaði einkaspæjari Hercule Poirot er sestur í helgan stein og býr í sjálfskipaðri útlegð í Feneyjum á Ítalíu. Með semingi mætir hann á skyggnilýsingu í gamalli höll í niðurníðslu. Þegar einn gestanna finnst myrtur sogast Poirot inn í skuggalegan heim leyndarmála og ...

Hildur segir að það fari mikið eftir hverju verkefni. „Í þessari mynd tók ég ekki þátt í að velja einstök lög í myndina en ég held að tónlist þessa tíma hafi óneitanlega áhrif þar sem ég er að vísa í ákveðinn tíðaranda í minni tónlist. Þarna eru framsækin tónskáld farin að hugsa út fyrir boxið og spyrja stórra spurninga eins og hvað er hljóð og tónlist og hvernig getum við brotið upp það sem fyrir er, laglínur og slíkt, og farið í t.d. atonal tónlist sem lítur öðrum lögmálum en hefðbundin tónlist á þessum tíma. Það var drifkrafturinn á bakvið tónlist mína, tengslin við tónlistina spretta úr tímanum sem myndin á að gerast á.“

Kafar djúpt

Blaðamaður JoBlo spyr Hildi hversu djúpt hún kafi í tónlistarsöguna.
Hún svarar og segist kafa djúpt í þeim skilningi að hún sé að reyna að ná heildrænum tökum. „Ég held að það sé alltaf hætta, sama hvaða listgrein þú ert í, að þegar þú ert að hlusta á aðra tónlist á meðan þú semur þá smitast hún inn í verkið. Ég setti mig mikið inn í söguna á þessum tíma.“

Joker (2019)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.3
Rotten tomatoes einkunn 68%
The Movie db einkunn8/10

Upprunasaga Arthurs Fleck, trúðsins og misheppnaða uppistandarans sem býr við kröpp kjör hjá aldraðri móður sinni. Mótlætið í lífinu breytir honum smám saman í stórglæpamanninn síhlæjandi, Joker, sem eins og flestir vita varð síðar að einum helsta andstæðingi Bruce ...

Fékk tvenn Óskarsverðlaun. Joaquin Phoenix fyrir leik og Hildur Guðnadóttir fyrir tónlist. Tilnefnd alls til 11 Óskara. Fékk Gullna ljónið í Feneyjum. Hildur fékk Golden Globe og BAFTA fyrir tónlistina og Joaquin Phoenix fékk Golden Globe fyrir leik í aða

JoBlo spyr einnig um hvernig hún nálgist jafn ólíkar myndir og Joker og A Haunting in Venice. Báðar séu þær runnar upp úr ákveðinni afþreyingarmenningu.
„Ég horfi á hvert verkefni fyrir sig og reyni að átta mig á hvernig ég geti þjónað því sem best. Ég hef ýmis tól í verkfærakistunni sem ég hef sankað að mér í gegnum árin, raftónlist, tilraunatónlist, sígild tónlist, osfrv. Ég reyni að byggja undir söguna en það er ólíkt milli mynda og ég reyni að sökkva mér í verkefnið og lifa inni í hljóðheiminum sem ég hef sett upp.“

Poirot vill fjarlægja sig

Að lokum spyr blaðamaðurinn um hversu mikið hún reyni að hugsa tónlistina útfrá persónum myndanna, eins og spæjaranum Hercule Poirot eða Joker.
„Það er ólíkt eftir verkefnum en í Joker þá var tónlistin mjög samofin hans athöfnum og oft leiddi hún hann áfram eins og í dansinum inni á baðherbergi. Í Haunting in Venice er meiri fjarlægð milli þess sem við í raun sjáum á tjaldinu. Persónan er að reyna að fjarlægja sig frá vinnunni og hætta, þannig að tónlistin leiðir hann áfram aftan frá, eins og í undirmeðvitundinni, í staðinn fyrir að hún sé fyrir framan hann. Hún er meira með honum í þessu tilfinningalega ferðalagi.“