Tökumaður E.T. látinn af völdum COVID-19

Bandaríski kvikmyndatökumaðurinn Allen Daviau er látinn. Hann lést á miðvikudaginn á MPTF spítalanum í Los Angeles, 77 ára að aldri og er dánarorsök sögð vera af völdum COVID-19.

Daviau var gífurlega virtur í sínu fagi og var fimm sinnum tilnefndur til Óskarsverðlauna, þar á meðal fyrir kvikmyndirnar E.T. the Extra Terrestrial, Empire of the Sun, The Color Purple og Van Helsing. Daviau vann töluvert með kvikmyndagerðarmanninum Steven Spielberg í gegnum tíðina og voru þeir miklir mátar.

Spielberg gaf út yfirlýsingu í ljósi fregnanna og sagði Daviau vera einstakan fagmann, en þeir höfðu þekkst í rúm 40 ár. „Árið 1968 hófum við feril okkar saman með stuttmyndinni Amblin. Allen var ótrúlegur listamaður en hlýja hans og mannúð kom til skila í gegnum linsuna. Hann var einstakur hæfileikamaður og ofar öllu falleg manneskja,“ segir Spielberg.

Stikk: