Töffararnir í G.I. Joe: Retaliation gerðu sér lítið fyrir og fóru beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans og ruddu þar með teiknimyndinni um hellisbúana, The Croods, af toppnum og niður í annað sætið.
Þriðja vinsælasta myndin á Íslandi í dag er síðan gamansama íslenska draugamyndin Ófeigur gengur aftur, en hún fer niður um eitt sæti á milli vikna.
Í fjórða sæti er ný mynd, Side Effects eftir Steven Soderbergh, líklega síðasta kvikmyndin hans þar sem hann ætlar að leggja kvikmyndavélina á hilluna og snúa sér að myndlist.
Í fimmta sæti, niður um eitt sæti á milli vikna, er síðan rómantíska gamanmyndin I Give It a Year.
Lestu umfjöllun gagnrýnanda kvikmyndir.is um I Give It a Year
Tvær aðrar nýjar myndir eru á listanum. Gamanmyndin Admission með þeim Paul Rudd og Tina Fey í aðalhlutverkunum, fer beint í sjöunda sætið og On the Road, vegamyndin sem gerð er eftir sögu bítskáldsins bandaríska Jack Kerouac, fer beint í 12. sætið.
Hér að neðan er listi 20 vinsælustu bíómyndanna á Íslandi í dag: