Titanic tónskáld látið

Kvikmyndatónskáldið James Horner, sem vann tvenn Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína við stórmyndina Titanic eftir James Cameron, er látinn, 61 árs að aldri. Horner gerði jafnframt tónlist við stórmyndirnar Avatar, Braveheart, Apollo 13 og A Beautiful Mind.

James-horner

Horner lenti í flugslysi í Ventura sýslu, samkvæmt Variety kvikmyndaritinu, sem dró hann til dauða.

Um var að ræða tveggja sæta flugvél sem hrapaði í Santa Barbara kl. 9.30 í gærmorgun, að staðartíma. Horner, sem flaug vélinni sjálfur, var einn í vélinni, sem gjöreyðilagðist í slysinu.

Horner var einn vinsælasti tónsmiður kvikmyndanna síðustu 30 árinu og tónlist hans í Titanic, þar með talinn ofursmellurinn My Heart Will Go On í flutningi Celine Dion, sem hann samdi í félagi við Will Jennings, varð söluhæsta tónlistarplata allra tíma, með 30 milljón eintök seld.

Alls samdi hann tónlist við meira en 100 myndir og gjarnan stórar og vinsælar myndir, nú síðast The Amazing Spider-Man og The Karate Kid endurgerðina. Þá má nefna myndir eins og How the Grinch Stole Christmas, The Perfect Storm, Clear and Present Danger, Honey I Shrunk the Kids og Aliens.

Auk þess að vinna Óskarinn tvisvar fyrir Titanic, var hann tilnefndur átta sinnum að auki, þar á meðal fyrir Aliens, Field of Dreams, Apollo 13, Braveheart, A Beautiful Mind,“House of Sand and Fog og Avatar.