Ný stikla kom út nú rétt í þessu fyrir hasarmyndina John Wick: Chapter 4 sem er fjórða kvikmyndin um hinn eitilharða John Wick í túlkun ofurtöffarans Keanu Reeves.
Stiklan byrjar á því að Wick er staddur í kirkju og maður spyr hann hvort hann sé að kveðja, en Wick segist vera að heilsa.
“Heldurðu að eiginkona þín heyri í þér?” spyr hann, en ástkær kona hans lést í fyrstu kvikmyndinni eftir löng veikindi.
„Þú munt deyja,“ segir svo maðurinn við hann.
Ljóst er að nýjar áskoranir bíða hetjunnar og undir öllu hljómar lagið Seasons in the Sun sem tónlistarmaðurinn Terry Jacks flutti upphaflega.
París og villta vestrið
Eins og sést í stiklunni berst leikurinn til Parísar og út í villta vestrið í Bandaríkjunum ma .
Aðeins eitt er öruggt, og sjá má glögglega í stiklunni, að þónokkuð margir af þeim sem standa í vegi Wicks, ef ekki allir, munu liggja í valnum.
Góður dauðdagi eftir gott líf
„A good Death only comes after a good life“, segir ein persónan við Wick. „You and I left a good life behind a long time a go my friend,“ svarar Wick.
Wick þráir það heitt að losna úr leynisamtökunum sem hann hefur tilheyrt og spurningin er hvort honum takist það nú.
Myndin kemur í bíó 24. mars nk.
Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: