Fyrsta myndin hefur verið birt úr The Raid 2: Berendal, framhaldi hins æsispennandi og stórgóða indónesíska spennutrylli The Raid Redemption frá árinu 2011. Sú mynd var ein hasarveisla frá upphafi til enda, og því bíða menn sem sáu þá mynd spenntir eftir framhaldinu.
Sjáðu myndina hér fyrir neðan. Smelltu til að sjá hana stærri:
Í myndinni mætir aftur til leiks sami leikstjóri og í síðustu mynd, Gareth Evans, og aðalleikarinn Iko Uwais, en Uwais hefur í millitíðinni m.a. leikið í mynd Keanu Reeves, Man of Tai Chi.
Fáar persónur áttu afturkvæmt úr fyrri myndinni, og því er þónokkuð um ný andlit í þessari nýju mynd.
Það er greinilegt að það styttist í að frumsýnd verði kitla úr myndinni, ef eitthvað er að marka þessi orð leikstjórans á Twitter í dag:
“@scottEweinberg: So, uh, @ghuwevans showed me a rough cut of the Raid 2 teaser and now I want to fuck a cinderblock.” Quote whore 😉
— Gareth Evans (@ghuwevans) October 18, 2013
Ekkert er vitað um söguþráð myndarinnar nema það eitt að myndin á að byrja tveimur klukkustundum eftir að sú fyrri endaði. Og eins og segir í texta undir myndinni: It´s Not Over Yet, eða Þetta er ekki búið enn, sem vísar til þess að glæpahyskið úr fyrri myndinni sé hugsanlega ekki dautt úr öllum æðum, þó erfitt sé að segja neitt til um það strax…