Í nýlegu viðtali var leikarinn Paul Reubens spurður hvort hann hefði áhuga á að vinna með leikstjóranum Tim Burton á ný, en þeir gerðu saman myndina Pee-wee’s Big Adventure árið 1985. Reubens sagði engin slík áform til staðar þar sem Burton hefði margt á sinn könnu þessa dagana. Það sem hefur hinsvegar vakið athygli fjölmiðla á vefnum er að eitt verkefnið sem Reubens sagði Burton vera að vinna að er framhald af jólasöngleiknum drungalegu The Nightmare Before Christmas.
Tim Burton skrifaði söguna að The Nightmare Before Christmas, sem kom út árið 1993 og hefur síðan þá orðið ein vinsælasta jólamynd allra tíma. Fjallar hún um Jack Skellington, íbúa Hrekkjavökubæjar, en hann uppgötvar hinn yndislega Jólabæ og heillast heldur betur af honum. Meira er ekki vitað um þetta væntanlega framhald en visst er að ófáir aðdáendur fyrri myndarinnar eru ánægðir með þessar fréttir.
– Bjarki Dagur