The Imitation Game verður frumsýnd hér á landi föstudaginn, 23.janúar. Með aðalhlutverk í myndinni fara Benedict Cumberbatch og Keira Knightley ásamt Matthew Goode, Charles Dance og Mark Strong. Morten Tyldum leikstýrir.
The Imitation Game er sönn saga stærðfræðingsins Alans Turing sem smíðaði fyrstu tölvuna og réð með henni dulmál Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni. Winston Churchill sagði um Alan Turing að enginn annar einstaklingur hefði átt jafnstóran þátt í að bandamönnum tókst að vinna síðari heimsstyrjöldina á jafnskömmum tíma og raunin varð. Turing var síðan sakfelldur fyrir samkynhneigð árið 1952, þar sem refsingin var gelding með lyfjagjöf, seinna meir tók Turing eigið líf, aðeins 41 árs gamall.
Myndin hlaut átta tilnefningar til Óskarsverðlaunnanna, þar á meðal fékk Cumberbatch tilnefningu sem besti leikari, Knightley sem besta leikkona og Tyldum sem besti leikstjóri.
Myndin verður sýnd í Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Ísafjarðarbíó, Selfossbíó og Bíóhöllin Akranesi.