Fyrsta plakatið úr The Hangovert Part III hefur verið birt á Facebook síðu myndarinnar, og má sjá það hér að neðan.
Svo virðist sem Warner Bros hafi ákveðið að sækja sér innblástur fyrir hönnun plakatsins í aðra Warner Bros bíómynd, þ.e. Harry Potter. Á plakatinu þá eru þeir Alan og Chow að horfast í augu, rétt eins og Harry Potter og Voldemort gerðu í Harry Potter and the Deathly Hallows.
Auk þess er „tagline-ið“ það sama, eða „It All Ends“.
Plakatið er hér fyrir neðan, og Harry Potter plakatið er neðst í fréttinni til samanburðar:
Á morgun mun síðan fyrsta stiklan úr myndinni verða frumsýnd, og við munum að sjálfsögðu birta hana um leið og hún kemur á netið.
The Hangover Part III er leikstýrt af Todd Phillips og helstu leikarar eru Zach Galifianakis, Bradley Cooper, Ed Helms, Justin Bartha, Ken Jeong, Melissa McCarthy, Gillian Vigman, Sasha Barrese, Jeffrey Tambor, Heather Graham, Jamie Chung og John Goodman.
The Hangover Part III kemur í bíó 24. maí nk. í Bandaríkjunum.