Nýjasta kvikmynd leikstjórans Wes Anderson, The Grand Budapest Hotel, hefur nú þénað yfir 100 milljónir Bandaríkjadala á heimsvísu og er nú aðsóknarmesta kvikmynd Anderson til þessa.
Það vekur athygli að meirihluti aðsóknarinnar er utan Bandaríkjanna, eða tæp 68%. Ef við teljum Bandaríkin einungis með þá er myndin aðeins þriðja aðsóknarmesta mynd hans í heimalandinu.
Anderson vakti fyrst athygli árið 1996 með myndinni Bottle Rocket, en síðan hefur hann m.a. gert myndirnar The Royal Tenenbaums, Rushmore, The Darjeeling Limited og Moonrise Kingdom.
Leikstjórinn hefur skapað sér einstakan stíl sem einkennir verk hans og er hann með nokkur sterk höfundareinkenni. Föt og hárgreiðslur eru áberandi, áhersla er lögð á leikmuni og atriðin eru stílfærð á mjög smekklegan hátt, líkt og um fullkomnarsinna sé að ræða.