Ein af stórmyndum sumarsins, Terminator Genisys verður heimsfrumsýnd miðvikudaginn 1.júlí í Sambíóunum Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Keflavík og Akureyri, Smárabíói, Laugarásbíói, Selfossbíói, Ísafjarðarbíói, Bíóhöllinni Akranesi og Króksbíói.
Þetta er nýjasta mynd Arnold Schwarzenegger en hann ásamt Emiliu Clarke, úr Game of Thrones, fara með aðalhlutverkin.
James Cameron hefur látið hafa eftir sér opinberlega um Terminator Genisys; „You will love this movie.“, „Arnold takes the character even farther.“ og „The Twist is much more than you expected. You are going to love Terminator Genisys.“
Þegar John Connor, leiðtogi andspyrnumanna, sendir Kyle Reese til ársins 1984 til að koma í veg fyrir að tortímanda vélmennanna takist að drepa móður hans, Söruh, verður tímaskekkja sem breytir öllu.
Terminator Genisys er fimmta myndin í Terminator-seríunni sem hófst árið 1984 með samnefndri mynd, hélt áfram árið 1991 með Terminator: Judgement Day og síðan myndunum Terminator 3: Rise of the Machines árið 2003 og Terminator Salvation árið 2009. Í Terminator Genisys byrjar sagan í raun aftur á sama punkti og í fyrstu myndinni, en vegna óvæntrar skekkju í tímaferðalagi Kyles í þetta sinn lendir hann í allt öðrum veruleika en hann gerði þá.
Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger, Emilia Clarke, Jai Courtney, Jason Clarke og J.K. Simmons
Leikstjórn: Alan Taylor
Aldurstakmark: 12 ára
Fróðleiksmolar til gamans:
– Terminator Genisys er fyrsta Terminator-myndin sem Paramount Pictures framleiðir og um leið fyrsta myndin í nýjum þríleik. Næsta mynd verður frumsýnd sumarið 2017 og sú þriðja ári síðar ef áætlanir ganga eftir.
– Arnold Schwarzenegger reiknaði upphaflega ekki með því að vera með í myndinni, en skipti um skoðun eftir að hann las handritið. Hann skellti sér síðan í sex mánaða þjálfun til að koma sér í gott form fyrir tökur.
– Leikstjóri myndarinnar, Alan Taylor, gerði síðast Thor: The Dark World.
– Emiliu Clarke sem leikur Söruh Connor í Terminator Genisys þekkja allir aðdáendur Game of Thrones þar sem hún leikur Daenerys Targaryen.
– Þetta er fyrsta Terminator-myndin sem verður sýnd í þrívídd.
– Robert Patrick sem lék tortímandann í Terminator 2: Judgment Day kemur fram í feluhlutverki í þessari mynd. Reynið að koma auga á hann.