Kvikmyndaleikstjórinn Quentin Tarantino kom í gær sem gestur í spjallþáttinn The Tonight Show with Jay Lenon og sagði að næsta mynd sín yrði vestri.
Tarantino var í þættinum að kynna nýútkomna teiknimyndasögu byggða á mynd hans Django Unchained, sem er einmitt vestri.
„Þetta verður ekki framhaldsmynd af Django,“ sagði Tarantino.
Hann sagði að hann hefði skemmt sér svo vel við að gera sinn fyrsta vestra að hann vildi endurtaka leikinn. „Ég elska vestra mjög mikið, og eftir að ég lærði að gera einn, þá er ég núna; „Best að gera annan, núna veit ég hvað ég er að gera“.“
Tarantino segist í raun vilja gera tvo vestra í viðbót, um sama efni, en ekki nota sömu sögu né sömu persónur.
Hér fyrir neðan má sjá þá Tarantino og Leno spjalla saman: