The Quentin Tarantino Archives vefsíðan fékk Quentin Tarantino sjálfan til að segja síðunni hvaða bíómyndir væru að hans mati 10 bestu myndir ársins til þessa.
Tarantino valdi svona lista líka á árunum 2010 og 2011, og margir höfðu gaman af að lesa þá lista.
Tarantino er eins og flestir vita hrifinn af grófu ofbeldi og dálítið ýktu, eins og til dæmis í myndum Robert Rodriguez, þannig að þar sem mynd Rodriguez, Machete Kills, er ekki á listanum, má leiða líkum að því að Tarantino eigi enn eftir að sjá þá mynd í forsýningu. Einnig eru þónokkuð af myndum sem eru ekki á listanum sem þykja Óskarskandidatar, en ekki er víst að leikstjórinn hafi fengið tækifæri til að sjá þær enn.
En hér er listinn í stafrófsröð og leikstjórinn fyrir aftan. Þú mátt endilega segja okkur hvort þú sért sammála þessum lista eða ekki:
1. Afternoon Delight (Jill Soloway)
2. Before Midnight (Richard Linklater)
5. Drinking Buddies (Joe Swanberg)