Hasartryllarnir koma nú á færibandi frá írsku Hollywoodstjörnunni Liam Neeson, en í gær var nýjasta Taken myndin með Neeson í aðalhlutverkinu, frumsýnd hér á landi.
Í vikunni var frumsýnd stikla fyrir næstu hasarmynd leikarans; Run All Night, eða Hlaupið alla nóttina.
Myndin er eftir leikstjórann Jaume Collet-Serra og fjallar um leigumorðingja sem er kominn yfir miðjan aldur, sem reynir að hjálpa syni sínum úr vanda.
Leigumorðinginn, þekktur undir nafniu The Gravedigger, var eitt sinn afkastamikill í sínu fagi, en nú er af sem áður var. Hann hefur hallað sér ískyggilega mikið að flöskunni til að reyna að deyfa minningar um þau ódæði sem hann hefur framið á ferlinum.
En þegar hann þarf skyndilega að rífa sig upp á hárinu og bjarga syni sínum frá því að feta sömu slóð og hann, þá finnur hann nýjan tilgang með lífinu, og nú hrannast upp ný fórnarlömb.
Aðrir leikarar eru Ed Harris, Vincent D’Onofrio og Genesis Rodriguez.
Myndin verður frumsýnd 17. apríl nk. í Bandaríkjunum.
Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: