Íslenski glæpaþrillerinn Svartur á leik er frumsýndur eftir viku og til að trekkja fólk upp hefur verið gefin út glæný stikla fyrir myndina, sem Vísir frumsýnir í dag.
Nýja sýnishornið gefur upp talsvert meira heldur en „kitlan“ gerði, og má eiginlega deila um það hvort það sé ekki verið að sýna frá of miklu. Að minnsta kosti virðist sagan vera sýnd í réttri tímaröð, en væntanlega myndi það leggjast verr í fólk ef myndin væri ekki byggð á margumtalaðri metsölubók, sem Stefán Máni skrifaði. Myndin fékk reyndar mjög fína dóma á kvikmyndahátíðinni í Rotterdam fyrir stuttu þótt sagan hafi einmitt verið svolítið gagnrýnd fyrir að vera allt annað en frumleg.
Smellið hér til að horfa á sýnishornið. Segið svo hvar ykkar væntingar standa.
Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikur eitt aðalhlutverkið en aðrir leikarar eru Jóhannes Haukur Jóhannesson, Damon Younger, Egill „Gillz“ Einarsson, Vignir Rafn Valþórsson og María Birta Bjarnadóttir. Leikstjóri myndarinnar er Óskar Þór Axelsson og er hún framleidd af Zik Zak kvikmyndum, Filmus og danska kvikmyndaleikstjóranum Nicholas Winding Refn (sem er núna orðinn að heimsþekktu nafni eftir Drive).
Er annars einhver annar sem mun bara fara á þessa mynd til að sjá restina af skotunum þar sem María Birta fer úr fötunum?? Trailerinn hefði ekki þurft að vera nema 10 sekúndur til að selja manni áhugann á myndinni. Söguþráðurinn, ofbeldið og persónusköpunin er algjört aukaatriði.