Svartir Sunnudagar snúa aftur

Svartir Sunnudagar snúa aftur í vetur með tvöfaldar sýningar en þeir hefja leikinn sunnudaginn 12. október, en þá verða Barbarella og Danger: Diabolik á dagskrá. Þeir Hugleikur Dagsson og Sigurjónarnir tveir, Kjartansson og Sigurðsson (Sjón) stofnuðu kult og klassík hópinn Svarta sunnudaga, munu standa fyrir kvikmyndasýningum í Bíó Paradís í vetur. Síðasti vetur gekk vonum framar, þar sem fjöldinn allur mætti á mjög fjölbreytta og beitta dagskrá sem í boði var.  

Svartir_sunnudagar_Sigurjón-Kjartansson-Hugleikur-Dagsson-Sjón_WEB

Dagskráin er með örlitlu breyttu sniði í vetur en Svartir Sunnudagar hefja leikinn þann 12. október með tvöfaldri sýningu og eru annars fyrsta sunnudag hvers mánaðar með tvöfalda sýningu kl 20:00 og kl 22:00, auk tvöfaldrar jólasýningar þann 26. desember og tvöfaldrar lokasýningar sem jafnframt verður plakatasölusýning vorið 2015. Fyrir hverja tvöfalda sýningu sjá nýir listamenn um plakatahönnun Svartra Sunnudaga, og er sölusýning þeirra plakata síðastliðins veturs aðgengileg í innra rými Bíó Paradís. Fyrir þeim félögum vakir að auðga bíómenningu borgarinnar og njóta lífsgæðanna sem felast í því að klassískar kult myndir séu sýndar í reykvískum bíósal – með tvöföldum sýningum í hvert sinn.

Svartir sunnudagar snúa aftur!

Svartir_sunnudagar_Sigurjón Kjartansson-Hugleikur Dagsson-SjónKvikmyndaklúbburinn Svartir sunnudagar, sem á sér heimili í Bíó Paradís við Hverfisgötu, fer aftur af stað nú um þessa helgi. Fyrsta mynd vetrarins er Videodrome eftir hrollvekjumeistarann David Cronenberg, en myndin verður sýnd á DCP í bestu mögulegu hljóð- og myndgæðum, samkvæmt tilkynningu frá klúbbnum.

Videodrome er súrealísk útfærsla á hugmyndinni um hvernig áhrif fjölmiðlar hafa á líf fólks. 

Aðstandendur klúbbsins Hugleikur Dagsson, Sigurjón Kjartans og Sjón hafa sett saman „rosa“ metnaðarfullt prógramm fyrir veturinn og „það verður alltaf eitthvað geggjað á hverjum sunnudegi“, eins og Reynir Berg Þorvaldson hjá Bíó Paradís orðar það.

plakat páll óskar hugleikur

Svartir Sunnudagar einbeita sér að kult- og klassískum bíómyndum og sýningar munu verða vikulega í vetur á sunnudagskvöldum kl. 20 í Bíó Paradís.

svartir„Síðasti vetur gekk vonum framar, þar sem fjöldinn allur mætti á mjög fjölbreytta og beitta dagskrá sem í boði var. Í hverri viku sér nýr listamaður um plakatahönnun Svartra Sunnudaga, og er sölusýning þeirra plakata síðastliðins veturs aðgengileg í innra rými Bíó Paradís. Fyrir þeim félögum vakir að auðga bíómenningu borgarinnar og njóta lífsgæðanna sem felast í því að klassískar kult myndir séu sýndar í reykvískum bíósal a.m.k. einu sinni í viku.“