Tökur á hasar-grínmyndinni Sleight of Hand hefjast innan skamms í Frakklandi, en þar er stórskemmtilegur leikarahópur á ferð. Kiefer Sutherland, sem flestir þekkja sem ofurtöffarann Jack Bauer, fer með aðalhlutverkið en myndin fjallar um hóp þjófa sem komast yfir afar sjaldgæfan og verðmætan gullpening. En það vill ekki betur til en svo að gullpeningurinn er í eigu hættulegasta glæpakonungs í París.
Leiðtogi hópsins kallar til frænda sinn, leikinn af Gerard Depardieu, sem hjálpar þeim að safna peningnum sem þarf til að borga skuldina en á leiðinni er allt morandi í svikum, misskilningum og óhöppum. Eins og áður sagðir er heldur skemmtilegur leikarahópur hér á ferð, en ásamt Sutherland og Depardieu fara þeir Til Schweiger, Thomas Jane, Jon Lovitz og fótboltakappinn Eric Cantona með hlutverk.