MTV sjónvarpsstöðin ætlar að gera raunveruleikaseríuna Rich Kids of Beverly Hills. Þættirnir fjallar um 20 vini sem fæddust með silfurskeið í munni, og eiga endalausa peninga. Hópurinn varð upphaflega frægur á Instagram myndavefnum.
Kvikmyndaleikarinn Terrence Howard hefur verið ásakaður um að hafa barið fyrrverandi eiginkonu sína, Michelle Ghent, í rifrildi í fríi á Costa Rica. Hjónin skildu í maí, en tóku saman á ný. Terrence segir að Michelle hafi spreyjað hann með Mace spreyi.
Leikkonan Anna Faris, 36 ára, úr The House Bunny, er að byrja í nýjum gamanþáttum, Mom, eða Mamma, á CBS. Anna segir að ákvörðunin um að fara úr kvikmyndum í sjónvarp sé að miklu leyti tekin í kjölfar þess að hún varð sjálf móðir fyrir 11 mánuðum síðan.
MTV sjónvarpsstöðin ætlar að sýna raunveruleikaþætti um hreinar meyjar og – sveina næsta vetur. Þættirnir hafa engan titil enn sem komið er. Þættirnir verða klukkutíma langir og fjalla um ungt fólk sem reynir að lifa lífi sínu sem hreinar meyjar og – sveinar.
CNN Films ætlar að gera heimildarmynd í fullri lengd um fyrrum þingmanninn, utanríkisráðherrann og forsetafrúna, Hillary Clinton. Auk þessarar myndar þá eru bæði leiknir sjónvarpsþættir og leikin kvikmynd á leiðinni um Hillary.