Kvikmyndin Stúlkan með nálina (e. The Girl with the Needle) er handan við hornið og verður frumsýnd með pompi og prakt í Bíó Paradís í kvöld.
Stórleikkonuna Trine Dyrholm þarf vart að kynna. Hún er þekkt fyrir kvikmyndirnar Queen of Hearts (Dronningen), Love Is All You Need (Den skaldede frisør) og In a Better World (Hævnen) og hlutverk í þátttaröðum á borð við Erfingjana (Arvingerne).
Hún hefur nýlokið tökum á sjónvarpsþáttaröðinni Dönsku konunni í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Að frumsýningu lokinni mun Vera Sölvadóttir, kvikmyndagerðarkona, spjalla við Trine ásamt því að opna á spurningar og vangaveltur úr sal.
Hægt er að vinna sér inn boðsmiða á frumsýninguna í kvöld á Facebook og Instagram síðum okkar.
Stúlkan með nálina segir frá lífi hinnar ungu Karoline (Vic Carmen Sonne), sem vinnur í verksmiðju rétt eftir síðari heimsstyrjöld, en það tekur dramatíska stefnu þegar hún heyrir af dularfullri konu (Trine Dyrholm) sem er þekkt fyrir að aðstoða fátækar konur við að koma nýfæddum börnum í fóstur.
Þessi óhugnanlega saga, lauslega byggð á raunverulegum atburðum, opnar dyr að heimi leyndarmála og örvæntingar.
Myndinni er leikstýrt af Magnus von Horn og hefur hún verið að vekja gífurlega athygli á kvikmyndahátíðum víða um heim, t.a.m. á kvikmyndahátíðinni í Cannes í ár.
Misstir þú af? Leigðu gæðakvikmyndir á Heimabíó Paradís