Vivan á tökustað „A Clockwork Orange“ 1970
Dóttir hins stórmerka leikstjóra, Stanley Kubrick, hún Vivian Kubrick tók sig til og setti nokkrar myndir á Twitter fyrir stuttu. Myndirnar eru merkilegar að því leytinu til að þær eru flestar frá tökustöðum kvikmynda sem faðir hennar hefur gert.
Vivian byrjaði snemma að feta í fótspor föður síns og var hún aðeins 17 ára þegar hún gerði heimildarmynd um gerð The Shining árið 1979. Vivian hefur einnig fótað sig í tónlist og gerði m.a. tónlistina fyrir Full Metal Jacket. Vivian hefur síðan tileinkað líf sitt við Vísindakirkjuna frá árinu 1999 og neitaði hún m.a. að gera tónlistina fyrir síðustu mynd Stanley Kubrick, Eyes Wide Shut, vegna þess.
Hér að neðan má sjá nokkrar af þeim myndum sem Vivian setti á netið.
Vivian og Anya Kubrick, New York 1965
Vivian og lítill simpansi við gerð ‘2001: A Space Odyssey, 1967’
Vivian við gerð á ‘Making The Shining’ árið 1979
Eftirvinnsla á ‘Making of The Shining’ hjá EMI studio, 1979
Vivian á tökustað ‘Full Metal Jacket’ 1986
Vivian í svefnherbergi sínu þar sem hún gerði tónlistina fyrir ‘Full metal Jacket’ 1987
“Í minningu föður minns, sem ég elskaði svo af öllu hjarta og sál. Pabbi og ég árið 1979.”