Ævistarf Kubrick sýnt almenningi

ritvelStanley Kubrick  er af mörgun talinn einn merkasti kvikmyndaleikstjóri allra tíma. Myndir hans eru taldar hafa markað tímamót í kvikmyndasögu 20. aldar. Notkun hans á klassískri tónlist í myndum sínum einkenndi stíl hans, einnig hafði hann einstaklega gott auga fyrir fallegum og nytsamlegum sjónarhornum sem hafa einkennt kvikmyndir hans. Meðal þekktustu mynda hans eru 2001: A Space Odyssey, A Clockwork Orange og The Shining.

Nú er búið að safna saman meira en 1.000 safngripum úr kvikmyndum og ævistarfi Kubricks, munirnir eru settir saman á sýningu sem hefur ferðast vítt og breitt um heiminn. Sýningin ber einfaldlega heitið, The Kubrick Exhibition. Sýningin hefur ferðast um allan heim, og er nú staðsett í Sao Paulo í Brasilíu.

Fyrir áhugsama er hægt að skoða myndir frá sýningunni hér. Allt frá ritvélinni í The Shining til handrita sem voru aldrei kláruð og allt þar á milli.