Myndin sem margir hafa beðið spenntir eftir, Fantastic Beasts: The Secrets of Dumbledore, kemur í bíó á morgun, föstudaginn áttunda apríl. Aðdáendur Harry Potter myndanna ættu þar svo sannarlega að finna eitthvað við sitt hæfi!
Innsýn í fortíðina
Framleiðandi myndarinnar, Warner Bros, hefur gefið út tvær skemmtilegar kynningarstiklur fyrir myndina.
Fyrri stiklan, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan, heitir: „Unlocking Dumbledore´s Past“ eða Fortíð Dumbledore afhjúpuð í íslenskri snörun.
Hún gefur innsýn í fortíð Albus Dumbledore sem er einn áhugaverðasti karakterinn úr galdraheimi J.K. Rowling.
Myndin gerist á tíma þegar Dumbledore, sem leikinn er af Jude Law, en enn ungur maður og segir frá stormasömu sambandi hans og Gellert Grindewald, sem leikinn er af Mads Mikkelsen. Þessir tveir mögnuðu galdramenn stóðu eitt sinn hlið við hlið með heiminn að fótum sér og ætluðu að breyta honum til hins betra. Afturkippur kemur í sambandið og leiðir þeirra skilja með skelfilegum afleiðingum.
Galdraskólinn kemur mikið við sögu
Seinni kynningarstiklan heitir „The Magic of Hogwarts“ Eða töfrar Hogwarts í íslenskri þýðingu.
Þar fá áhorfendur að gægjast aftur inn í Hogwarts en galdraskólinn kemur mikið við sögu í myndinni og gerist sagan að miklu leyti innan veggja hans.
Í stiklunni eru leikararnir Jude Law, Eddie Redmayne, Callum Turner og Dan Dogler teknir tali og segja þeir frá upplifun sinni verið gerð myndarinnar.
Góða skemmtun!