Ungverska leikkonan Ahna Capri er látin. Hún vann það sér helst til frægðar að hafa leikið í einni best þekktu mynd kung fu bardagakappans Bruce Lee, Enter the Dragon. Leikkonan var 65 ára þegar hún lést. Hún lést af sárum sem hún hlaut þegar fimm tonna trukkur ók á hana. Samkvæmt Hollywood Reporter var ökumaður trukksins 22 ára kona.
Capri fæddist þann 6. júlí í Búdapest í Ungverjalandi og var gefið nafnið Anna Marie Nanasi. Hún tók sér nafnið Anna Capri og hóf að koma fram 11 ára gömul í bandarískum sjónvarpsmyndum eins og The Danny Thomas Show og Father Knows Best.
Fyrsta bíómyndin sem hún lék í þegar hún var 13 ára, heitir Outlaw´s Son en hélt síðan áfram í sjónvarpsþáttum eins og Police Story, Cannon, Mannix, Ironside, Adam-12, The Mod Squad, The Invaders, The Wild Wild Vest, I Spy, The Man from U.N.C.L.E., Branded, Leave it to the Beaver og Maverick.
Á áttunda áratugnum breytti hún nafni sínu úr Anna í Ahna, þar sem hún sagði að of margir hafi borið nafnið sitt vitlaust fram.
Hún lék aðalhlutverk í metsölumyndinni Enter the Dragon árið 1974, sem Tania, sem var ritari hins illa Han.
Aðrar myndir sem hún lék í eru m.a. Payday, frá 1973, Piranha, frá 1972, og The Specialist frá árinu 1975.
Hún lék í síðustu mynd sinni árið 1979.
Capri var ógift og barnlaus.