Ný stikla úr spænsku vísindaskáldsögunni Extraterrestre er komin á netið. Myndin er önnur mynd leikstjórans Nacho Vigalondo, sem áður sendi frá sér hina mögnuðu Los Cronocrimenes, eða Timecrimes. Sú steikta mynd fjallaði um tímaflakk, og virðist þessi fjalla um geimveruinnrás á jafn óhefðbundinn hátt. Myndin er seld með þessum orðum:
Allir vita hvað gera skal ef einn morguninn er himinninn fullur af fljúgandi furðuhlutum, maður hleypur eins hratt og maður getur. En hvað myndir þú gera ef að innrásin yrði sama morgun og þú vaknar í íbúð draumastelpunnar?
Trailerinn lítur mjög furðulega út, en ég hefði ekki búist við neinu öðru eftir að hafa séð Timecrimes. Þó að önnur hver mynd þessa dagana virðist fjalla um geimverur, held ég að þessar litlu og „útlensku“ komi oft með ferskari sín á umfjöllunarefnið, líkt og myndir á borð við. District 9 og Monsters hafa gert. Myndin var frumsýnd á TIFF nú á dögunum við blendin viðbrögð, og hefur heyrst að hana ætti að flokka sem rómantíska gamanmynd, ef einhvern flokk þarf að finna. Það dregur ekki úr mínum væntingum, þetta verður fínasta skemmtun.
-Þorsteinn Valdimarsson