Stundum fer orðrómur af stað á netinu sem á endanum reynist sannur, en það er þó líklega sjaldgæfara en hitt. Samkvæmt vefsíðunni Talkbacker.com þá segir orðið á götunni að búið sé að finna undirtitil fyrir næstu Star Wars mynd, sem JJ Abrams leikstýrir, Star Wars VII. Titillinn sem menn tala um er „A New Dawn“, eða Ný dögun, sem kallast þá á við fyrstu myndina, en undirtitill hennar var „A New Hope“, eða Ný von.
Takið þessu sem því sem það er, orðrómi, en það er samt gaman að velta fyrir sér hver mögulegur undirtitill myndarinnar kemur til með að verða.