Eins og flestir ættu að vita þá fengum við loksins nýja Star Wars mynd á síðasta ári, Star Wars: The Force Awakens, sem gerist 32 árum eftir Return of the Jedi frá árinu 1983.
Í desember nk. sjáum við fyrstu Star Wars hliðarmyndina af mörgum, Rogue One: A Star Wars Story, sem gerist í tíma á milli Star Wars: Episode III – Revenge of the Sith og fyrstu myndarinnar, Star Wars: Episode IV – A New Hope, en án persónu sem er góðkunningi Star Wars unnenda.
Palpatine keisari, í túlkun Ian McDiermid, kom ekki við sögu í síðustu mynd, Star Wars: The Force Awakens, og miðað við allar stiklur sem birst hafa úr Rogue One: A Star Wars Story, þá er keisarinn þar hvergi sjáanlegur heldur, þó svo að lærlingur hans, Svarthöfði, komi við sögu.
McDiermid sagði á nýafstaðinni Comic Con ráðstefnu í Amsterdam, samkvæmt starwarsnewsnet.com, að hann myndi ekki leika í myndinni.
„Ég kem ekki við sögu í myndinni sjálfur, en mér skilst að Svarthöfði muni koma við sögu.“
Ef hlutverk Svarthöfða verður jafn stórt í Rogue One og menn búast við, þá er samt skrýtið að keisarinn og lærimeistarinn verði fjarverandi, en þó er ekki útilokað að annar leikari leiki hlutverkið.
Kíktu á viðtal við Ian McDiarmid hér fyrir neðan sem hefst á mínútu 6.24: