Myndin sem margir höfðu beðið eftir, Star Trek Into Darkness í leikstjórn J.J. Abrams, kom sá og sigrað í íslenskum bíósölum um síðustu helgi, en myndin sló sjálfan Iron Man 3 af toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Iron Man 3 fékk gríðargóða aðsókn á frumsýningarhelgi sinni hér á landi, og um allan heim, en þurfti nú að lúta í gras.
Star Trek þénaði 5,1 milljón króna og fór beint á toppinn ný á lista eins og fyrr sagði, en Iron Man 3 fór niður í annað sætið með 3 milljónir króna í tekjur. The Place Beyond the Pines seig einnig niður um eitt sæti, niður í þriðja sætið, með 1,4 miljónir króna í tekjur.
Í fjórða sæti er teiknimyndin The Croods á sinni sjöundu viku á lista, og stendur í stað á milli vikna. Í fimmta sæti er svo hrollvekjan Evil Dead, og fer niður um tvö sæti.
Tvær aðrar nýjar myndir er á listanum. Hrollvekjan Mama með Jessica Chastain í einu aðalhlutverkanna fór beint í sjöunda sætið og The Numbers Station með John Cusack fór beint í tólfta sætið.
Sjáðu lista 17 vinsælustu bíómynda á Íslandi í dag hér fyrir neðan: