Hin vinsæli en mjög svo blóðugi löggu – raðmorðingjaþáttur Dexter, sem fjallar um blóðslettusérfræðing í lögreglunni í Miami, sem er raðmorðingi í frítíma sínum, er brátt á enda.
Samkvæmt tilkynningu frá Showtime, kapalsjónvarpsstöðinni sem framleiðir þættina, þá verður 8. serían, sem nú er um það bil að hefjast í Bandaríkjunum, sú síðasta í röðinni.
Þetta er í fyrsta skipti sem Showtime staðfestir fréttirnar, en menn hafa velt um þetta vöngum í nokkra mánuði.
Dexter hefur verið geysivinsæl sería, en hún hófst árið 2006 með Michael C. Hall í hlutverki Dexter.
„Dexer er tímamóta sjónvarpsþáttasería hjá sjónvarpsstöðinni, og við getum ekki beðið eftir að afhjúpa hvernig við ætlum að enda seríuna, fyrir milljónum ástríðufullra aðdáenda sem hafa stutt seríuna hvað eftir annað,“ sagði David Nevins yfirmaður afþreyingarmála hjá Showtime.
Með tilkynningunni fylgdu fyrstu sýnishornin úr lokaseríunni og má horfa á þau neðst í fréttinni.
Áttunda serían hefst þann 30. júní nk. og hefst sjö mánuðum eftir að LaGuerta er myrt í seríu 7. Deb berst við að takast á við afleiðingar þess sem hún gerði og Dexter heldur áfram að vinna í löggunni og drepa fólk til skiptis. Dularfull kona kemur að vinna kemur að vinna við Miami Metro með nýjar upplýsingar um fortíð Dexter.