Spenna af gamla skólanum

Plane (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.5
Rotten tomatoes einkunn 79%

Flugmaðurinn Brodie Torrance bjargar farþegum sínum frá þrumuveðri með því að nauðlenda á eyju þar sem stríð geysar - og kemst þá að því að lendingin var aðeins upphafið að óförunum. Þegar flestir farþegarnir eru teknir til fanga af hættulegum uppreisnarmönnum þá er ...

Plane, spennumyndin sem frumsýnd verður í bíó í dag, er runnin undan rifjum sömu framleiðenda og stóðu að baki Angel Has Fallen og Greenland.

Greenland (2020)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.4
Rotten tomatoes einkunn 77%
The Movie db einkunn7/10

Fjölskylda berst fyrir lífi sínu í miðju mikilla náttúruhamfara. John Garrity og fyrrverandi eiginkona hans, Allison, og ungur sonur þeirra, Nathan, leita að öruggu skjóli gegn gegn loftsteinaregni sem herjar á Jörðina....

Angel Has Fallen (2019)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.4
Rotten tomatoes einkunn 38%
The Movie db einkunn7/10

Angel Has Fallen fjallar um morðtilræði við forseta Bandaríkjanna Allan Trumbull. Besti vinur hans, leyniþjónustumaðurinn Mike Banning, er sakaður um glæpinn, og er handtekinn. Eftir að hafa sloppið úr haldi, þá leggst Banning á flótta, og þarf nú að sanna sakleysi sitt. ...

Hasar í vændum.

Gerard Butler leikur Brodie Torrance,flugstjóra sem verður að nauðlenda á einhverjum hættulegasta stað á jörðinni eftir að farþegaflugvél hans verður fyrir eldingu í miklu óveðri. Hann lendir snarlega í aðstæðum þar sem hver sekúnda skiptir máli og sekúndurnar geta verið það sem skilur milli lífs og dauða.

Hann er lentur með áhöfn sína og farþega á stríðshrjáðri eyju og fljótt verður ljóst að það að lifa af nauðlendinguna er bara byrjunin.

Ásakaður morðingi

Hættulegir uppreisnarmenn taka flesta farþegana í gíslingu og Torrance verður að reiða sig á aðstoð Louis Gaspare, ásakaðs morðingja sem var farþegi um borð sem fangi í fangaflutningum bandarísku alríkislögreglunnar.

Ef takast á að bjarga farþegunum verður Torrance að leysa Gaspare úr járnum og afhenda honum skotvopn. Hann kemst að því að Gaspare leynir heldur betur á sér.

Þessir ólíklegu bandamenn takast á við morðóða sjóræningja og hættulegt landsvæði. Torrance svífst einskis með nýfundnum bandamanni sínum. Hann er staðráðinn í að bjarga farþegunum og komast aftur til dóttur sinnar.

Fyrir þá sem þola spennu

Butler er kjörinn í hlutverk mannsins sem bregst ekki þegar á reynir, heldur gefur allt sitt og fer langt út fyrir þær skyldur sem honum ber til að ljúka ætlunarverki sínu. Plane er mynd fyrir þá sem þola spennu.

Aðalhlutverk: Gerard Butler, Mike Colter, Yoson An, Daniella Pineda og Paul Ben-Victor Handrit: Charles Cumming og J.P. Davis

Leikstjórn: Jean-Francois Richet