Sminkan gaf fjórar stjörnur – Nýr þáttur af Bíóbæ

Í nýjasta þætti af kvikmyndaþættinum Bíóbæ, sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, koma þeir  Bíóbærsbræður Gunnar Anton og Árni Gestur víða við því þátturinn er stútfullur af spennandi efni.

Líflegar umræður um Blonde.

Í þættinum fjalla þeir m.a. um nýjustu kvikmynd verðlaunaleikstjórans David O. Russel, Amsterdam, undir yfirskriftinni Ringulreið í Amsterdam. Þá fara þeir yfir ferð ræstitæknis til Parísar í myndinni Mrs. Harris Goes to Paris. Segir Árni Gestur meðal annars að eftir að hafa horft á stiklu myndarinnar í fyrsta skipti hafi hann orðið mjög spenntur fyrir myndinni.

Þá er rætt um dönsku teiknimyndina Alan Litla, spænsku myndina Alcarràs og farið er aðeins út í Blonde sem sýnd er á Netflix.

Hrifin af Blonde

Þátturinn byrjar einmitt með heimsókn frá fráfarandi sminku þáttarins, Maríönnu Pálsdóttur, sem hafði farið að sjá Blonde í bíó. Myndin fjallar um Hollywoodstjörnuna Marylin Monroe. Gaf hún myndinni fjórar stjörnur.

En sjón er sögu ríkari. Horfðu á þáttinn hér fyrir neðan: