Sjö hlutir sem þú vissir ekki um Cloud Atlas

1. Höfundur bókarinnar Cloud Atlas hugsaði söguna upphaflega sem níu tengdar sögur. Fyrsta átti að gerast á 12. öldinni, og ein átti að fjalla um Kóreaskan rappara í nútímanum.

Á endanum urðu sögurnar sex. 

2. Það var ákveðin upplifun þegar höfundar myndarinnar Tom Tykwer, Andy Wachowksi og Lana Wachowski föttuðu að handritið væri tilbúið. „Við vissum að handritið væri tilbúið þegar hver einasta sena í myndinni var orðin okkar uppáhalds sena,“ sagði Lana Wachowski.

4. Það tók langan tíma að búa til persónurnar.

Allir leikarar þurftu að fara í gegnum þriggja daga feril af förðun og máta föt þar til búið var að hanna rétta útlitið á hvern og einn.

 

5.  Leikstjórarnir þrír voru einungis einn dag saman á tökustað.

Til að leikstýra sex tengdum sögum, þá skiptu leikstjórarnir, þau Tom Tykwer og Wachowski systkini myndinni í tvennt. Tykwer vann með sögurnar frá árunum 1936, 1973 og 2012 en Wachowski systkini leikstýrðu 1849, 2144 og 2321. 

6. Persónan Dr. Ovid sem kemur við sögu árið 2144 átti upphaflega að vera leikinn af Tom Hanks, en ekki Halle Berry, eins og er í myndinni.

7. Höfundur Cloud Atlas skáldsögunnar David Mitchell kemur fram í myndinni í „cameo“ hlutverki.

Kvikmyndir.is er með lokaða forsýningu á Cloud Atlas í kvöld kl. 20. Smelltu hér til að taka þátt í frímiðaleik. 

 

 

Stikk: