Ný stikla úr nýju Tom Hanks myndinni sem margir hafa beðið eftir, Saving Mr. Banks, er komin út.
Myndin fjallar um það þegar Walt Disney, í túlkun Hanks, reynir að búa til kvikmynd eftir uppáhaldssögu dóttur sinnar, bókinni Mary Poppins eftir P.L. Travers.
Disney þarf að takast á við nokkrar hindranir á leiðinni, meðal annars Travers sjálfa, sem er mjög efins um að rétt sé að gera mynd eftir bókinni.
Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:
Ásamt Hanks leika í myndinni þau Emma Thompson, sem fer með hlutverk Travers, Colin Farrell, Paul Giamatti, Jason Schwartzman, Bradley Whitford, B.J. Novak, Rachel Griffiths og Kathy Baker.
Í nýlegu viðtali sagðist Hanks hafa undirbúið sig af kostgæfni undir hlutverkið: „Ég fór í fjölskyldusafn Disney í Presidio í San Fransisco. Í fyrstu fór ég eingöngu til að hitta Diane Disney, dóttur Walt Disney, og eitthvað starfsfólk safnsins, en síðan buðu þau mér að koma aftur þegar safnið var lokað.
„Þá opnuðu þau allar sýningarnar fyrir mig, og ég sá allt hljóð- og myndefni sem er til. Ég fékk einnig aðgang að 39 klukkustundum af óformlegum viðtölum. Það er eitt að sjá hann tala í sjónvarpinu, en annað að hlusta á hann þegar hann á í samtali.“
Saving Mr. Banks verður frumsýnd 13. desember nk.