Fyrsta stiklan er komin út fyrir hrollvekjuna Victor Frankenstein með þeim James McAvoy í hlutverki hins hálf klikkaða vísindamanns og Daniel Radcliffe í hlutverki Igor, aðstoðarmanns hans.
En hvernig skyldi nú hið fræga Frankenstein skrímsli líta út í myndinni? Er það klunnalegur risi með skrúfbolta í gegnum hausinn, eins og í mynd James Whale frá árinu 1931?
Eða lítur það einhvernveginn svona út:
Ef þetta er skrímslið þá er það líkara upprunalegu lýsingu höfundar sögunnar, Mary Shelley, en er þó skuggalega líkt einhverskonar apa…
Kíktu á stikluna hér fyrir neðan:
Sagan um Victor Frankenstein er sögð í myndinni frá sjónarhóli aðstoðarmanns hans Igor. Við kynnumst drungalegri fortíð hins unga aðstoðarmanns, vináttu hans og hins unga læknanema Viktor Von Frankenstein, og hann verður vitni að því hvernig Frankenstein varð sú goðsögn sem hann er, fyrir tilraunir sem ganga of langt, og hvernig Viktor er heltekinn af því að ganga sífellt lengra með hryllilegum afleiðingum. Aðeins Igor getur náð vini sínum niður á jörðina, og bjargað honum frá hinu hryllilega sköpunarverki sínu.
Leikstjóri er Paul McGuigan (Lucky Number Slevin).
Myndin kemur í bíó í Bandaríkjunum 25. nóvember nk.