Fyrsta plakatið er komið út fyrir and-ofurhetjumyndina Suicide Squad, en hún fjallar um sveit illmenna og -stúlkna úr heimi DC Comics teiknimyndablaðanna.
Amanda Waller, sem leikin er af Viola Davis, setur saman sérsveit sem hún kallar Task Force X, en í henni eru margir hættulegustu glæpamenn heims, en sveitin er send í allra hættulegustu verkefnin, sem nær öruggt er að einhverjir munu týna lífi í, í skiptum fyrir styttri fangelsisdóma.
Í liðinu eru þau Harley Quinn (Margot Robbie), Deadshot (Will Smith), Captain Boomerang (Jai Courtney), Enchantress (Cara Delevingne), Killer Croc (Adewale Akinnuoye-Agbaje), El Diablo (Jay Hernandez), Slipknot (Adam Beach) og Katana (Karen Fukuhara).
Maðurinn sem stjórnar sveitinni er Rick Flag ( Joel Kinnaman ) og einhversstaðar nálægt, þó hann sé ekki í sveitinni sjálfri, er hinn alræmdi þorpari Jókerinn, eða The Joker, sem Jared Leto leikur.
Leikstjóri og handritsfhöfundur er David Ayer.
Myndin kemur í bíó hér á landi 5. ágúst nk.
Hér má skoða plaköt fyrir einstakar persónur myndarinnar.
Og hér er fyrsta stiklan úr myndinni: