Í dag birtist fyrsta ljósmyndin af spilakassaspilarateyminu í Pixels sem á að bjarga Jörðinni frá innrás geimvera. Myndin er byggð á stuttmynd Patrick Jean með sama nafni, en leikstjóri er Chris Columbus.
Pixels fjallar um hóp af gömlum spilakassaspilurum sem þurfa að bjarga Jörðinni frá gamaldags tölvuleikjafígúrum sem geimverur nota til að ráðast á Jörðina.
Sjáðu myndina hér fyrir neðan, en þarna má sjá þau Adam Sandler, Peter Dinklage, Josh Gad og Michelle Monaghan sem mynda teymið. Takið sérstaklega eftir flottri sítt að aftan hárgreiðslu Peter Dinklage lengst til hægri:
Aðrir leikarar eru meðal annarra Brian Cox, Kevin James og Jane Krakowski. Myndin verður frumsýnd 15. maí 2015.
Sjáðu stuttmyndina sem myndin er byggð á hér fyrir neðan: