Kvikmyndir.is hefur fjallað um kvikmyndahátíðina Filminute sem fór fram í september. Hátíðin fer fram á vefnum ár hvert og einblínir á stuttmyndir sem mega aðeins vera ein mínúta að lengd. Því setur hún öðruvísi kröfur á leikstjóra en aðrar hátíðir og hefur vakið athygli fyrir það.
Hvert ár velur dómnefnd bestu myndina ásamt því að ein mynd hlýtur áhorfendaverðlaun. Við hjá Kvikmyndir.is völdum fimm myndir sem okkur þótti skara fram úr og höfum við séð til þess að þessar myndir fái okkar atkvæði. Við hvetjum áhugasama um að kynna sér Filminute og gefa myndunum einkunnir á heimasíðu hátíðarinnar – það er ekki of seint!
Við kynnum svo sigurvegarana eftir að þeir eru tilkynntir!